Nýjustu fréttir af Jennýju_______________________________ Jenný hittir Putin RússlandsforsetaJenný er sem kunnugt er fastagestur á Manhattan. Í september varð hún tvisvar að fara til New York. Í fyrri ferðinni hitti hún m.a. Vladimir Putin Rússlandsforseta í húsi Sameinuðu þjóðanna 8. september. Hann lítur út fyrir að vera hálfgerður kafbátur. Jenný slapp í gegnum alla öryggisgæslu hjá SÞ með bros á vör. Einn öryggisvarðanna spurði hvað væri í bakpokanum hennar. Karl faðir hennar svaraði kotroskinn: Bleiur og barnamatur! Öryggisvörðurinn hló, sagði miklar sögur af fjórum barnabörnum sínum og við sluppum í gegn án þess að skoðað væri í pokann! Áður vorum við á Manhattan 18.-21. apríl og aftur 7.-8 maí.
___________________________________________________
Nýjar tölur um þyngd og hæðJenný vex og dafnar. Við vorum hjá lækninum í reglulegri þriggja-mánaða-skoðun þann 26. sept. júní. árið 2001. Vorum þar síðast áður 19. júní árið 2001. Núna er sú stutta 84 sentímetrar, hefur hækkað um 4 sm á þremur mánuðum, en var fædd 44 sentímetrar. Og hún er orðin 10,3 kíló. Læknirinn - Caroline van Vlack var ekki við vegna þess að hún var að iegnast sitt þriðja barn - en aðstoðarlæknirinn taldi Jennýju stóra eftir aldri þótt hún sé sem fyrr fremur létt. Og hún er enn kenjótt að borða; vill bara sumt og þetta sumt er helst rjómaís (og meiri rjómaís)en einnig alla ávexti, stundum kjöt og fisk og stöku sinnum hafragraut. En svona hefur vöxturinn verið:19. des. 1.850 gr. 26. des. 1.750 gr. 30. des. 1.850 gr. *6. jan. 2.100 gr. 11. jan. 2.350 gr. 13. jan. 2.450 gr. 18. jan. 2.750 gr. 27. jan. 3.150 gr. *8. feb. 3.600 gr. 15. feb. 3.750 gr. 25. feb. 4.100 gr. 28. feb. 4.200 gr. *3. apr. 4.900 gr. 10. maí 5.700 gr. *2. jún. 5.900 gr. *7. ág.. 6.600gr. 13. okt. 7.500 gr. 15. jan. 8.500 gr. 14. mars 9.500 gr. 19.júní 10.000 gr. 26. sept. 10.300 gr.____________________________________________
|
Áttunda ferð yfir AtlantshafiðEnn hefur Jenný brugðið sér yfir Pollinn. Á síðustu dögum lýðræðis í Bandaríkjunum - 9. desember árið 2000 fór fjölskyldan frá Baltimore og kom morguninn eftir til Keflavíkur. Síðan lá leiðin áfram til Noregs og heim til Washington var komið 4. janúar árið 2001. Þetta var fjórða Evrópuferðferð hennar. Ef allt er talið hefur hún nú farið átta sinnum yfir Atlantshafið.The Gisladottir familyJenný er færð í bækur læknisins síns sem Gísladóttir - svo sem dæmt hefur verið. Þetta hefur leitt til þess að hjá lækninum er talið að öll fjölskyldan sé Gísladóttir. Þannig er Anne orðin Gísladóttir og lætur sér líka í meðallagi vel. Verra er þó með karl föður Jennýjar sem heitir nú Gísli Gísladóttir og er þar með orðin(n) dóttir sjálf sín. Líffræðilega séð hlýtur slíkt að teljast undarlegur samsetningur.
Jenný fer í mál við ríkið og vinnur!
Æsifréttir! 53 daga gamalt barn fer í mál við District of Columbia og hefur fullan sigur. Jenný mætti gallvösk fyrir The Superior Court of DC og krafðist réttar síns! Jæja, þetta var kannski ekki alveg svona æsilegt en formlega varð Jenný, þá 53 daga gömul, að höfða mál á hendur ríki sínu til að fá eftirnafn sitt skráð rétt og samkvæmt íslenskum hefðum. Manntalsskrifstofan í Washington neitaði að samþykkja allt annað en að hún væri Kristjánsson. Eina leiðin til að fá því breytt væri að höfða mál, og fá dómara til að úrskurða um að annað væri réttara. Þann 9. febrúar árið 2000 var Jenný mætt hjá P. Weber dómara í dómhúsinu í Indiana Avenue og hann sagði: OK. Barnið má heita hvað sem er mín vegna. Punktur. Og hann setti nafn sitt undir dómsúrskurð þessa efnis. Nú státar Jenný Gísladóttir af löglegu bandarísku vegabréfi með réttu nafni. Hún er fullgildur bandarískur ríkisborgari með íslenskt nafn.Á myndinni hér fyrir neðan er Jenný, eftir atvikum nokkuð drjúg á svip, með vegabréfið sitt útgefið í nafni Bills Clintons. Myndin er tekin 20. ferb. skömmu eftir morgunverð. Með bandaríska ríkisborgararéttinum fylgir réttur til að bjóða sig frm til forseta og setjast að í Hvíta húsinu. Jenný hefur í hyggju að gera það í fyllingu tímans. Hún hefur lofað að gömlu hjónin fái að setjast að í Rósagarðshorninu.
|